♥ 2016 ♥

/
0 Comments

Ég vil byrja á að óska ykkur Gleðilegt nýtt ár og ég vona að í 2016 bíði ykkur ekkert nema hamingja og ný ævintýri! 

Þegar 2015 byrjaði þá var ég ekki alveg á besta staðnum, andlega. Mig langar ekki að fara djúpt í það, fæ kjarkinn kannski einn daginn. En þegar kemur kvíðanum mínum þá hef ég alltaf hugsað þannig að ég leyfi honum ekki að stjórna lífi mínu og með smá 'push' frá Garðari (kærastanum mínum) þá skráði ég mig í Reykjavík Makeup School og sá skóli hjálpaði mér svo ótrúlega mikið að koma mér úr þægindarammanum mínum og uppgötva almennilega ást mína á meiköppi! 

Ég hélt áfram að blogga, (hætti reyndar í júní og átti mjög erfitt með að byrja aftur) og byrjaði setja inn nokkur YouTube myndbönd og það er örugglega það skemmtilegast sem ég geri! (Ég mun fara almennilega út í það afhverju ég ákvað að gera það í annarri færslu!)

Svo opnaði ég snapchattið mitt (liljabjarneymua), þar inná eru um það bil 1200 manns sem að fylgjast með mér, aðallega til að sjá farðanir og bara fylgjast með mínu lífi og þykir mér ótrúlega vænt um hverja einustu manneskju inná þessu snappi, ég fæ ótrúlega falleg skilaboð á hverjum degi þarna og reyni ég að senda falleg skilaboð til þeirra eins oft og ég fæ tækifæri til þess!

Í sumar þá lauk fæðingarorlofinu mínu og ég prófaði að sækja um á sjúkrahúsinu á blönduósi og eyddi sumrinu að vinna þar og komst að því að ég 100% langar að verða hjúkrunarfræðingur. 
Í ágúst byrjaði ég að læra hjúkrunarfræði í HA. 
Þar þarftu að fara í gegnum klásus, sem þýðir að aðeins 50 komast áfram eftir áramót, ég held að við höfum verið í kringum 160! 
Ég komst því miður ekki í gegn, sem mér fannst ótrúlega súrt því það munaði rosalega litlu að ég hefði getað komist. Ég gaf mér einn dag í að liggja uppí rúmmi og vorkenna sjálfri mér, get viðurkennt að ég grét svoldið mikið þann dag - enda mjög svekkt!
Daginn eftir þá fór ég að keyra út pökkum með Garðari og Aðalsteini (1.árs stráknum mínum;) ), við fórum í heimsóknir hjá fjölskyldu og ég var mjög fljót að átta mig á því að líf mitt stendur og fellur ekki með skóla, heldur snýst það í kringum fjölskylduna mína og folk sem mér þykir vænt um og ég er svo ótrúlega heppin að eiga heilan helling af þeim ♥


Ég gerði mitt allra allra besta þessa önn og get sagt að ég er sátt með mínar einkunnir þó að þær höfðu ekki komið mér í gegn! 
Þennan dag ákvað ég að nýta mér það sem er boðið nemum sem að komast ekki í gegnum klásus, en okkur var boðið að skrá okkur í námskeið á öðrum sviðum í háskólanum, þannig ég gat haldið áfram í fullu námi. 
Ég mun vera í 5 námskeiðum, 4 af þeim eru á sálfræðisviðinu og 1 er hluti af nútímafræði held ég. Síðan ég var á fyrst árinu mínu í framhaldsskóla þá hef ég alltaf verið með mikinn áhuga á sálfræði og það var alltaf barrátta á milli sálfræði og hjúkrunarfræði í háskólanámi hjá mér. 
Ég trúi mjög mikið á "Everything happens for a reason" og núna lít ég á það að ég hafi ekki komist í gegnum klásus sem tækifæri til að prófa sálfræðideildina, hver veit kannski byrja ég í sálfræði í haust eða kannski fer ég aftur í klásus í hjúkrunarfræði! 

Ég byrja allaveganna árið 2016 með fullt af ást og hamingju í hjartanu mínu og er mjög spennt fyrir þessu vormisseri í skólanum.
Svo er Aðalsteinn leikskólastrákur að fara vera lengur á leikskólanum, en fyrir jólin þá var hann frá 9-14 og núna verður hann frá 9-16 enda finnst honum fátt skemmtilegra en að vera á leikskólanum! 

Ég ætla segja ykkur seinna frá markmiðasetningu sem ég ætla að tileinka mér á þessu nýja ári ♥ 
Takk fyrir að fylgjast með mér, ég mun halda áfram að snappa, blogga og setja inn myndbönd á YouTube þannig endilega haldið áfram að fylgjast með mér! 



Snapchat: liljabjarneymua
Instagram: liljabjarneymua

xx







You may also like

No comments:

Powered by Blogger.